Image

Sunnudagaskólinn í Þorlákskirkju

Sunnudagaskólinn er annan og fjórða sunnudag í mánuði yfir vetrartímann.

Sunnudagaskóli er í Þorlákskirkju kl. 13:00 annan og fjórða sunnudag í mánuði yfir vetrartímann og lýkur með hátíð á sumardaginn fyrsta.
Markmið sunnudagaskólans er að bjóða upp á notalega stund fyrir börn á öllum aldri þar sem við lærum um Guð, Jesú og biblíusögur í gegnum sögur og leiki. 

Við syngjum saman, litum og ræðum allt milli himins og jarðar.
Eftir stundina er boðið upp á djús og ávexti eða aðrar léttar veitingar og kaffisopa fyrir fullorðna fólkið.
Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Sigríður Munda, sóknarprestur og Harpa Vignisdóttir.