Hjónavígsla sem framkvæmd er af presti er fyrirbæn fyrir hjónabandi, heimili og börnum hjónaefnanna. Um leið er handsalaður af hjónunum sá borgaralegi sáttmáli sem þau gera með sér og er ákveðinn af hjúskaparlögum. Hjónaefnin þurfa að vera 18 ára eða eldri og uppfylla hjónavígsluskilyrði sem tilgreind eru í lögum. Tveir svaramenn sem hjónaefnin velja sér votta að þau uppfylli þessi skilyrði.

Hjónavígslan er einföld að formi og má útfæra það form á marga vegu í samráði við prestinn sem gefur hjónaefnin saman. Tónlist, upplestur og það annað sem á að vera í athöfninni þarf að ákveða í samráði við prestinn.

Ef þú vilt bók hjónavígslu í Þorlákshafnarprestakalli hefur þú samband við sóknarprest í síma eða í gegnum tölvupóst.
Hjónavígsla kostar 13.505,- kr.

Hér á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má finna fróðleik um hjónavígsluna.

Image