Ef þú vilt skírn í Þorlákshafnarprestakalli þá hefur þú samband við sóknarprest í gegnum síma eða með tölvupósti.

Jesús elskaði börnin og beindi sjónum fólksins að þeim. Hann hvatti vini sína og vinkonur til að þakka fyrir börnin og hlúa að þeim og huga að þroska þeirra og vexti. Við fetum í fótspor fólksins og bjóðum börnin velkomin og þökkum fyrir að fá tækifæri til að kenna þeim að elska lífið og njóta hæfileika sinna.

Í hverri skírn eru eftirfarandi frásögur úr Biblíunni lesnar: Jesús segir: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið ykkur. Sjá, ég er með ykkur alla daga, allt til enda veraldar.“ Matteusarguðspjall 28:18-20

Fólk færði börn til Jesú, að hann snerti þau, en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það, sárnaði honum og hann mælti við þá: “Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.” Og hann tók börnin sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Markúsarguðspjall 10:13-16

Hér á heimasíðu Þjóðkirkjunnar er ýmsan fróðleik að finna um skírnina.

Image