Fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember nk. verður aðventuhátíð í Þorlákskirkju kl. 16:00.
Fram koma Kór Þorláks- og Hjallasóknar, Söngfélag Þorlákshafnar. Barnakór Grunnskóla Þorlákshafnar og Lúðrasveit Tónlistarskóla Árnesinga, ásamt stjórendum.
Fermingarbörn bera inn ljósið.
Halldór Sigurðsson flytur hugvekju.
Verum öll velkomin til kirkju. Það er gott að hefja aðventuna á notalegri samveru í kirkjunni okkar.
Sóknarnefnd og sóknarprestur







