Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Fyrsti sunnudagur í aðventu - 28. nóvember

Sunnudagurinn 28. nóvember
Helgihald 1. sunnudags í aðventu
Guðsþjónusta kl. 11:00
Sunnudagaskóli kl. 13:00
 
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Afmælisguðsþjónustu frestað

Í ljósi nýrra samkomutakmarkanna er afmælisguðsþjónustunni sem vera átti sunnudaginn 14. nóvember frestað um óákveðinn tíma 

Sunnudagurinn 14. nóvember 2021

Þorlákskirkja - sunnudagurinn 14. nóvember 2021

Guðsþjónusta kl. 11:00
Minnst verður 70 ára þéttbýlismyndunar í Þorlákshöfn
Einar Sigurðsson, Þorlákshafnarbúi og fyrrum sveitarstjórnarmaður flytur hugvekju
Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar fyrir altari

Sunnudagaskóli kl. 13:00
Biblíufræðsla og mikill söngur
Litir og ávextir eftir stundina
Umsjón hafa Harpa Vignisd. og Sigríður Munda

Minnum á sóttvarnarreglur
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Helgihald - sunnudaginn 24. október

Sunnudagurinn 24. október 2021

Guðsþjónusta kl. 11:00

Sunnudagaskóli kl. 13:00

Við tökum forskot á Þollóween og börnin mega koma í náttfötum

Verum öll velkomin til kirkju

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Fermingarstörfin

Fermingarfræðslan hófst með viðtölum og námskeiðsdegi í ágúst. Fræðslan fer fram í Þorlákskirkju á miðvikudögum og taka 20 ungmenni þátt í henni. Samstarf er milli Þorlákshafnar- og Hveragerðisprestakalla varðandi ferð með fermingarbörnin í Vatnaskóg og fræðsludag sem verður haldinn eftir áramótin

Sunnudagaskóli og Bleik messa

Sunnudagurinn 10. október 2021

Sunnudagaskóli kl. 13:00

Biblíufræðsla og mikill söngur. Barnakór Grunnskólans í Þorlákshöfn syngur undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur

Góð samvera fyrir alla fjölskylduna

 

Bleik messa kl. 20:00

Margrét Steinunn Guðjónsdóttir flytur hugvekju og fræðsla verður frá Krabbameinfélagi Íslands.

Kór Þorlákskirkju flytur ljúfa kvöldsálma undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.

 

Verum öll velkomin til kirkju

Sóknarnefnd og sóknarprestur

logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service