Næsta sunnudag, 13. október verður veiðimannamessa í Strandarkirkju kl. 14:00.
Kór Þorláks- og Hjallasóknar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista. Sighvatur Karlsson, prestur og stangveiðimaður prédikar og Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Verum öll velkomin, það er gott að koma í kirkju, kyrra hugann og njóta friðar og samveru með Guði og náunganum.
Sóknarnefnd og sóknarprestur
Í vetur verður boðið upp á barna- og æskulýðsstarf í Þorlákskirkju í samstarfi við KFUM og KFUK.
Starfið verður á miðvikudögum - kl. 18 til 19 fyrir 10 til 12 ára börn (5.-7. bekkur) og kl. 20 til 21:30 fyrir unglinga 13-15 ára (8.-10. bekkur).
Umsjón með starfinu hafa leiðtogar á vegum KFUM og KFUK og verða þeir sömu og í fyrra, þeir Matthías Davíð og Þráinn Andreuson.
Fyrsta samvera verður miðvikudaginn 18. september.