Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Guðsþjónusta í Þorlákskirkju

Guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju á sunnudaginn næsta, 24. september kl. 20:00. Léttara form.
Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Sóknarprestur þjónar.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.
 

Barna- og æskulýðsstarf í Þorlákskirkju

Í vetur verður boðið upp á barna- og æskulýðsstarf í Þorlákskirkju í samstarfi við KFUM og K.

Starfið verður á miðvikudögum - kl. 18 til 19 fyrir 10 til 12 ára börn (5.-7. bekkur) og kl. 20 til 21:30 fyrir unglinga 13-15 ára (8.-10. bekkur).

Umsjón með starfinu hafa leiðtogar á vegum KFUM og K.

Fyrsta samvera verður miðvikudaginn 13. september.

Guðsþjónusta í Strandarkirkju

Uppskeruguðsþjónusta verður í Strandarkirkju sunnudaginn 10. september kl. 14:00.

Félagar úr Kór Þorlákskirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar.

Verum öll velkomin

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Guðsþjónusta í Strandarkirkju

Guðsþjónusta verður í Strandarkirkju sunnudaginn 27. ágúst kl. 14:00.

Félagar úr Kór Þorláks- og Hjallasóknar leiða safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar.

Verum velkomin til kirkju.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Sumarleyfi sóknarprests

Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur verður í sumarfríi til og með 13. ágúst.

Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði annast afleysingu, sími hennar er 849 1321 og netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Englar og menn í Strandarkirkju

Alla sunnudaga í júlímánuði verða tónleikar á vegum tónlistarhátíðarinnar, Englar og menn og hefjast þeir kl. 14:00.

Þar koma fram fjölmargir þjóðþekktir tónlistarmenn.

Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem íslensk þjóðlög, sönglög og dægurlög, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum verkum.

Umsjón með hátíðinni hefur Björg Þórhallsdóttir og dagskrá tónleikanna má sjá á heimasíðunni englarogmenn.is og á Facebooksíðu hátíðarinnar.

 

logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service