Í vetur verður boðið upp á barna- og æskulýðsstarf í Þorlákskirkju í samstarfi við KFUM og KFUK.
Starfið verður á miðvikudögum - kl. 18 til 19 fyrir 10 til 12 ára börn (5.-7. bekkur) og kl. 20 til 21:30 fyrir unglinga 13-15 ára (8.-10. bekkur).
Umsjón með starfinu hafa leiðtogar á vegum KFUM og KFUK og verða þeir sömu og í fyrra, þeir Matthías Davíð og Þráinn Andreuson.
Fyrsta samvera verður miðvikudaginn 18. september.