Alla sunnudaga í júlímánuði verða tónleikar á vegum tónlistarhátíðarinnar, Englar og menn og hefjast þeir kl. 14:00.
Þar koma fram fjölmargir þjóðþekktir tónlistarmenn.
Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem íslensk þjóðlög, sönglög og dægurlög, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum verkum.
Umsjón með hátíðinni hefur Björg Þórhallsdóttir og dagskrá tónleikanna má sjá á heimasíðunni englarogmenn.is og á Facebooksíðu hátíðarinnar.