Nú má helgihald hefjast í kirkjum landsins og guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju á sunnudaginn, 14. febrúar kl. 11:00.
Guðsþjónustan er öllum opin en fermingarbörnin og foreldrar eru hvött til að mæta. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Við minnum á reglur um sóttvarnir og spritt verður aðgengilegt í forkirkju.
Verum velkomin til kirkju og njótum samfélagsins við Guð og hvert við annað.
Sóknarnefnd og sóknarprestur