Helgihald páskahátíðar

Helgihald páskahátíðar

Vegna samkomutakmarkanna fellur helgihald í Þorlákshafnarprestakalli niður næstu tvær vikur utan ferminga á skírdag.
Í sjónvarpi og útvarpi verður hægt að fylgjast með helgihaldi Þjóðkirkjunnar um bænadaga og páska.
Á skírdag, 1. apríl, verður útvarpað guðsþjónustu frá Áskirkju kl. 11.00.
Á föstudaginn langa, 2. apríl verður útvarpað guðsþjónustu frá Laugarneskirkju kl. 11.00.
Einnig verður á föstudaginn langa kl. 17:00 sjónvarpað á aðalrás RÚV helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Á páskadag, 4. apríl verður guðsþjónustunni í Dómkirkjunni útvarpað kl. 11.00 á rás 1 og sjónvarpað á RÚV2 á sama tíma.
Sjá nánar á vefsíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is
Gleðilega páska