Samtal um sorg og missi

Samtal um sorg og missi

Samtal um sorg og missi verður í Hveragerðiskirkju fimmtudagskvöldið 6. mars kl. 20:00.
Jóhanna María Eyjólfsdóttir frá Sorgarmiðstöðinni flytur fyrirlestur um viðbrögð, tilfinningar og bjargráð í sorg og missi.
Sóknirnar í Hveragerðis- og Þorlákshafnarprestaköllum standa sameiginlega að fræðslukvöldinu.
Enginn aðgangseyrir.
Öll hjartanlega velkomin
Sóknarnefndir og sóknarprestar í Hveragerðis- og Þorlákshafnarprestaköllum