Samtöl um sorg og sorgarviðbrögð

Samtöl um sorg og sorgarviðbrögð

Á fimmtudagskvöldum í nóvember verður boðið upp á samtöl um sorg og áföll í Þorláks- og Hveragerðiskirkjum í umsjón prestanna.
  9. nóvember kl. 20:00 í Þorlákskirkju - Jóhanna María Eyjólfsdóttir frá Sorgarmiðstöðinni fjallar um sorg og sorgarviðbrögð
16. nóvember kl. 20:00 í Þorlákskirkju - Björn Hjálmarsson, yfirlæknir fjallar um reynslu sína af fyrirvaralausum sonarmissi
23. nóvember kl. 20:00 í Hveragerðiskirkju - Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjallar um reynslu sína af föðurmissi
Öll eru hjartanlega velkomin á eina eða fleiri samverur