Síðastliðinn föstudag hittust fermingarbörnin úr Þorlákshafnar- og Hveragerðisprestaköllum í Hveragerðiskirkju á fræðslu- og skemmtistund. Fyrirlesarar voru Beggi Ólafs og Erna Kristín í Ernulandi. Krakkarnir voru áhugasamir og fóru ánægðir heim eftir að hafa fengið pizzu í lok samverunnar. Þetta var gott og gefandi samstarfsverkefni prestakallanna