Vinnudagar í kirkjugörðunum

Vinnudagar í kirkjugörðunum

Stjórn kirkjugarðanna býður aðstandendum og forráðamönnum sem eiga leiði í kirkjugörðunum aðstoð, sér að kosnaðarlausu, ef þeir telja þörf á lagfæringum á leiðum. Efni, t.d. þökur, verður til staðar svo og nauðsynleg verkfæri. Starfsmenn verða til aðstoðar.

Þeir sem ekki hafa tök á að nýta þetta boð er bent á að hægt er að koma óskum um lagfæringar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Æskilegt er að fá sent á sama tölvupóstfang fyrirspurnir og lýsingu á því hvað þurfi að lagfæra til að tryggt sé að nauðsynlegt efni og áhöld séu til staðar. Einnig er hægt að hafa samband í síma 893-2017 (Hjörleifur) milli 16:00 til 18:00 á daginn.

Kirkjugarðurinn í Þorlákshöfn, laugardagurinn 1. júní frá kl. 10:00  til kl. 13:00.

Kirkjugarðurinn á Hjalla, laugardagurinn 8. júní frá kl. 10:00  til kl. 13:00

Stjórn Þorláks- og Hjallakirkjugarðs.