Það gerir mörgum gott sem gengið hafa í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og geta rætt í trúnaði og einlægni um líðan sína.
Í nóvember verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Hveragerðiskirkju.
Byrjað verður á erindi frá Sorgarmiðstöð, síðan verður boðið upp á samtöl næstu þrjú miðvikudagskvöld. Samverurnar standa í um klukkustund.
Umsjón hafa presta Hveragerðis-, Þorlákshafnar- og Árborgarprestkalls sem öll veita nánari upplýsingar. Samverurnar eru opnar öllum íbúum á þessu svæði.