Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Í dag, miðvikudaginn 2. nóvember milli klukkan 17 og 19 munu börn í fermingarfræðslu Þorlákshafnarprestakalls ganga í hús í Þorlákshöfn með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar. 

Í rúm 20 ár hafa börn í fermingarfræðslu víða um landið lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þeir peningar sem safnast fara til vatnsverkefna í Afríku. Framlag fermingarbarnanna er mikilvægt en árið 2021 söfnuðu þau rúmum átta milljónum króna.

Ekki er víst að unnt verði að ganga í öll hús bæjarins en hægt er að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499.

Takk fyrir að taka vel á móti fermingarbörnunum.

www.help.is