Tónleikar Kórs Þorláks- og Hjallasóknar

Tónleikar Kórs Þorláks- og Hjallasóknar

Þann 28. júlí voru liðin 40 ár frá vígslu Þorlákskirkju og á haustmánuðum verða ýmsir viðburðir haldnir í kirkjunni til að minnast tímamótanna

 

Mánudagskvöldið 15. september verður Kór Þorláks- og Hjallasóknar með tónleika í Þorlákskirkju kl. 20:00

Stjórnandi og undirleikari er Ester Ólafsdóttir

Kórinn er hryggjarstykkið í starfi safnaðarins og leiðir söng í öllu helgihaldi kirkjunnar og syngur jafnan við útfarir

Á efnisskránni eru lög og sálmar sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina

Aðgangur er ókeypis

Verum öll velkomin 

Sjá nánar á: facebook.com/thorlakshafnarprestakall