Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Minningarstund á aðventu

Þau voru ljós á leiðum okkar
Minnumst látinna ástvina í Þorlákskirkju miðvikudagskvöldið 14. desember klukkan 20:00
Sérstaklega minnst þeirra sem látist hafa á umliðnu ári
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Helgihald á jólum

Helgihald á jólum
Aftansöngur á aðfangadag, 24. des. kl. 18:00 í Þorlákskirkju
Hátíðarguðsþjónustur á annan dag jóla, 26. des. kl. 13:30 í Hjallakirkju og kl. 15:00 í Strandarkirkju
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt.
Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista og sóknarprestur þjónar.
Guð gefi þér og þínum gleði og frið á jólum.
Sóknarnefndir og sóknarprestur

Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða fyrir jólin 2022

Tilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu

Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2022

Hægt verður að sækja um fjárhagsaðstoð fyrir jólin á netinu á þar til gerðu umsóknarblaði. Senda þarf tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og óska eftir að fá umsóknarblað sent. Útfyllt umsóknarblaðið ásamt fylgigögnum skal senda á sama netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Á umsóknardögum verður hægt að hringja í síma 8404690, 8404691, 8404692 og sækja um símleiðis. Aðeins er tekið við umsóknum í síma á auglýstum umsóknartíma. Þau sem ekki geta sótt um rafrænt eða símleiðis geta komið á umsóknardögum í Selið, Engjavegi 48 (við íþróttavöllinn).

Umsóknardagar eru:

Miðvikudagur 30.nóv. 13 – 15

Fimmtudagur 1. des. 13 – 15

Þriðjudagur 6. des. 16 – 18

Úthlutunardagar:

Mánudagur 19. des. 16 – 18

Þriðjudagur 20. des. kl. 13 – 15

Með umsókn þarf að senda / fylgja eftirfarandi gögn: Allar tekjur okt. eða nóv. (Vinnulaun, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur). Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga,afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti, útgjöld vegna barna, tryggingar ofl.). Áríðandi er að fylla umsóknir vel og rétt út og að skjöl fylgi með umsókn. Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar og athugið að ekki er tekið við umsóknum eftir síðasta umsóknardag, hvorki rafrænt né í síma. Síminn er eingöngu opinn á auglýstum umsóknartíma.

Aðventuhátíð í Þorlákskirkju

Sunnudaginn 27. nóvember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu verður aðventuhátíð í Þorlákskirkju kl. 16:00.

Fjölbreytt dagskrá þar sem kynslóðirnar mætast.

Fyllum kirkjuna af gleði, kærleika, friði og þakklæti.

Verum öll velkomin til kirkjunnar.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Leiðisljós í Þorlákshafnarkirkjugarði

Þorlákshafnarkirkjugarður er ljósum prýddur nú á aðventunni og verður svo um jólin, en rafmagn verður í garðinum til mánaðarmótanna janúar - febrúar 2023.

Aðstandendur koma sjálfir með leiðisljós og kveikja á þeim.

Gjald fyrir hvert ljós er 2.500,- kr.

Kennitala Þorlákshafnarkirkjugarðs er 4510170710 og reikningsnúmerið 0152-05-251073.

Guðsþjónusta 13. nóvember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 13. nóvember kl. 11:00.

Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur og sóknarprestur þjónar.

Hin nýja sálmabók Þjóðkirkjunnar verður tekin í notkun.

Verum öll velkomin til kirkju.

Sóknarnefnd og sóknarprestur 

logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service