Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Erindi um sorg og sorgarviðbrögð

Það gerir mörgum gott sem gengið hafa í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og geta rætt í trúnaði og einlægni um líðan sína.

Í nóvember verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Hveragerðiskirkju.

Byrjað verður á erindi frá Sorgarmiðstöð, síðan verður boðið upp á samtöl næstu þrjú miðvikudagskvöld. Samverurnar standa í um klukkustund.

Umsjón hafa presta Hveragerðis-, Þorlákshafnar- og Árborgarprestkalls sem öll veita nánari upplýsingar. Samverurnar eru opnar öllum íbúum á þessu svæði.

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Í dag, miðvikudaginn 2. nóvember milli klukkan 17 og 19 munu börn í fermingarfræðslu Þorlákshafnarprestakalls ganga í hús í Þorlákshöfn með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar. 

Í rúm 20 ár hafa börn í fermingarfræðslu víða um landið lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þeir peningar sem safnast fara til vatnsverkefna í Afríku. Framlag fermingarbarnanna er mikilvægt en árið 2021 söfnuðu þau rúmum átta milljónum króna.

Ekki er víst að unnt verði að ganga í öll hús bæjarins en hægt er að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499.

Takk fyrir að taka vel á móti fermingarbörnunum.

www.help.is

 

Sunnudagurinn 11. september 2022 - Biskup Íslands vísiterar

Sunnudagurinn 11. september 2022.
Guðsþjónusta í Þorlákskirkju kl. 11:00.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar.
Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Þennan dag mun biskup vísitera Þorlákshafnarprestakall, ræða við sóknarfólk, skoða kirkjurnar og funda með sóknarnefndum.
Verum öll velkomin til kirkju.
Sóknarnefndir og sóknarprestur

Sjómannadagsguðsþjónusta

Sjómannadagurinn 12. júní 2022
Guðsþjónusta kl. 11:00
Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista
Prestur: sr. Sigríður Munda Jónsdóttir
Blómsveigur verður lagður að minnisvarðanum um drukknaða sjómenn
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Aðalsafnaðarfundur Þorláks- og Hjallasóknar

Aðalsafnaðarfundur Þorláks- og Hjallasóknar á árinu 2022 verður haldinn í Þorlákskirkju miðvikudaginn 15. júní n.k. og hefst hann kl. 20:00.
 
Dagskrá fundarins:
1. Setning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla sóknarnefndarformanns um liðið starfsár
4. Lagðir fram til afgreiðslu ársreikningar sóknar og kirkjugarða fyrir sl. ár ásamt fjárhagsáætlun þessa árs
5. Greint frá starfssemi héraðsnefndar og héraðsfundar
6. Kosningar
7. Önnur mál.
 
Sóknarnefnd Þorláks- og Hjallasóknar

Fermingarmessa á hvítasunnudag

Í messu á sunnudaginn, hvítasunnudag 5. júní 2022 munu sjö ungmenni staðfesta skírnina í messu kl. 13:30
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, þjónar og Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur
 
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service