Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Helgihald á jólum

Helgihald á jólum
Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00 í Þorlákskirkju
Hátíðarguðsþjónustur á annan dag jóla, kl. 13:30 í Hjallakirkju og kl. 15:00 í Strandarkirkju
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt.
Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista, Daði Þór Einarsson leikur á básúnu og Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur þjónar.
Guð gefi þér og þínum gleði og frið á jólum.
Sóknarnefndir og sóknarprestur

Minningarstund á aðventu

Þau voru ljós á leiðum okkar

Minnumst látinna ástvina í Þorlákskirkju fimmtudagskvöldið 14. desember klukkan 20:00

Sérstaklega verður minnst þeirra sem látist hafa á umliðnu ári og útförin fór fram í Þorlákskirkju eða Hjallakirkju

Aðventuhátíð í Þorlákskirkju

Aðventuhátíð verður 1. desember - 1. sunnudag í aðventu í Þorlákskirkju kl. 16. Verum öll velkomin, það er gott að hefja aðventuna á notalegri samveru í kirkjunni okkar.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Síðdegissamvera í Þorlákskirkju

Síðdegissamvera verður í Þorlákskirkju á sunnudaginn kl. 17:00.
Íhugum frið - syngjum og biðjum saman
Verum öll velkomin

Leiðisljós í Þorlákshafnarkirkjugarði

Leiðisljós í Þorlákshafnarkirkjugarði
Rafmagn verður komið í kirkjugarðinn föstudaginn 29. nóvember nk og verður hann ljósum prýddur nú á aðventunni og um jólin, en rafmagn verður í garðinum til 24. janúar 2025.
Aðstandendur koma sjálfir með leiðisljós og kveikja á þeim.
Sóknarnefnd

Messa í Þorlákskirkju

Sunnudaginn 10. nóvember verður messa í Þorlákskirkju kl. 11:00
Kór Þorláks- og Hjallasóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur
Sóknarprestur þjónar
Verum öll velkomin
Sóknarnefnd og sóknarprestur
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service