Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Samtöl um sorg og sorgarviðbrögð

Á fimmtudagskvöldum í nóvember verður boðið upp á samtöl um sorg og áföll í Þorláks- og Hveragerðiskirkjum í umsjón prestanna.
  9. nóvember kl. 20:00 í Þorlákskirkju - Jóhanna María Eyjólfsdóttir frá Sorgarmiðstöðinni fjallar um sorg og sorgarviðbrögð
16. nóvember kl. 20:00 í Þorlákskirkju - Björn Hjálmarsson, yfirlæknir fjallar um reynslu sína af fyrirvaralausum sonarmissi
23. nóvember kl. 20:00 í Hveragerðiskirkju - Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjallar um reynslu sína af föðurmissi
Öll eru hjartanlega velkomin á eina eða fleiri samverur

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fimmtudaginn 9. nóvember n.k. milli 17:30 - 19:30 munu fermingarbörn úr prestakallinu ganga í hús og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Við þökkum fyrirfram góðar móttökur.

Jól í skókassa - Tekið við gjöfum í Þorlákskirkju

Jól í skókassa - Tekið verður á móti skókössum í Þorlákskirkju miðvikudaginn 8. nóv. milli kl. 17 og 18.
Hvað er Jól í skókassa?
Það er verkefni á vegum KFUM og KFUK sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma eða aðra erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

Æðruleysismessa í Strandarkirkju

Sunnudagurinn 22. október - Æðruleysismessa í Strandarkirkju kl. 17:00
Kór Þorlákskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Guðmundur Brynjólfsson, djákni leiðir stundina ásamt sóknarpresti.
Komdu í kirkju og taktu vin þinn eða vinkonu með -
það er nærandi fyrir líkama og sál að eiga stund á helgum stað
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Guðsþjónusta í Þorlákskirkju

Guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju n.k. sunnudag, 8. október kl. 11:00.
Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista og sóknarprestur þjónar.
Verum öll velkomin
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Guðsþjónusta í Þorlákskirkju

Guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju á sunnudaginn næsta, 24. september kl. 20:00. Léttara form.
Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Sóknarprestur þjónar.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.
 
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service