Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Jólakveðja

Guð gefi þér og þínum gleði og frið á jólum og farsæld á nýju ári. Þökkum samfylgd á árinu sem er að líða.
Við minnum á Facebooksíðu Þorlákshafnarprestakalls en þar verður helgihaldi jóla og gamlársdags streymt, á aðfangadag kl. 17 frá Hveragerðiskirkju; jóladag kl. 14 frá Selfosskirkju; gamlársdag kl. 17 frá Þorlákskirkju.
Sóknarprestur og sóknarnefnd

Heimasíða Þorlákskirkju

Heimasíða Þorlákskirkju er loksins orðin að veruleika. Hlutverk síðunnar er að vekja athygli á starfi kirkjunnar og veita upplýsingar um það.

Það er von sóknarnefndar að heimasíðan verði gagnleg upplýsingaveita og laði fleiri að starfi sóknanna í Þorlákshafnarprestakalli.

Leiðisljós í Þorlákshafnarkirkjugarði

Þorlákshafnarkirkjugarður er ljósum prýddur nú á aðventunni og verður svo um jólin, en rafmagn verður í garðinum til mánaðarmótanna janúar - febrúar 2021.

Aðstandendur koma sjálfir með leiðisljós og kveikja á þeim.

Gjald fyrir hvert ljós er 1500 kr.

Kennitala Þorlákskirkju er 621182-0219 og reikningsnúmerið 0150 26 5490.

Fermingarfræðslan í vetur

Að vori munu 23 börn fermast í Þorlákshafnarprestakalli.

Fermingarfræðslan hófst með tveggja daga námskeiði í ágúst sem tókst vel og voru börnin ánægð.

Blandað var saman leik og fræðslu og Matthildur Bjarnadóttir, guðfræðingur annaðist stýrði námskeiðinu ásamt sóknarpresti.

Covid hefur sett mark sitt á fræðslu haustsins líkt og á allt annað starf Þorlákskirkju.

Fermingardagar 2021 verða í Þorlákskirkju: Pálmasunnudagur 28. mars, skírdagur 1. apríl, hvítasunnudagur 23. maí og sjómannadagurinn 6. júní; og í Strandarkirkju: Sumardagurinn fyrsti 22. apríl. 

Helgihald um jól og áramót

Helgihald um jól og áramót verður allt með öðrum brag í kirkjum landsins en tíðkast hefur.

 

Árborgarprestakall, Hveragerðisprestakall og Þorlákshafnarprestakall hafa tekið sig saman um að taka upp einfalt helgihald jóla og áramóta sem streymt verður á heimasíðum og Facebooksíðum prestakallanna.

 

Á aðfangadag verður aftansöng streymt úr Hveragerðiskirkju kl. 18.

Helgihald jóladagsins kemur úr Selfosskirkju og verður sent út kl. 14.

Á gamlársdag verður helgistund streymt úr Þorlákskirkju kl. 17.

logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service