Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Sigurður Hermannsson látinn

Sigurður Hermannsson, kirkjuvörður Hjallakirkju í Ölfusi er látinn.

 Sigurður fæddist í Gerðakoti í Ölfusi 13. júní 1943. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Sigurðardóttir og Hermann Eyjólfsson og var hann yngstur sjö barna þeirra. Sigurður ólst upp í Gerðakoti og unni sveit sinni og átthögum, reyndar svo mjög að lögheimili átti hann þar í sjötíu ár. Til ársins 2013 var Sigurður bóndi í Gerðakoti en síðustu árin bjó hann á Selfossi. Sigurður lést á Landspítalanum þann 17. nóvember eftir stutta sjúkralegu.

Hjallakirkja í Ölfusi var Sigurði mjög kær. Af bæjarhlaðinu horfði hann á kirkjuna og umhyggjan og virðingin fyrir henni greiptist í sál hans strax á barnsaldri. Sigurður var kirkjuvörður og meðhjálpari í kirkjunni og safnaðarfulltrúi í sóknarnefnd Hjallasóknar um langt árabil. Öll störf sín fyrir kirkjuna innti hann af höndum af kærleika og með gleði. Sóknarnefnd Þorláks- og Hjallasóknar þakkar fórnfús og óeigingjörn störf Sigurðar í þágu Hjallakirkju.

Guð blessi minningu Sigurðar Hermannssonar.

Leiðisljós í Þorlákshafnarkirkjugarði

Þorlákshafnarkirkjugarður er ljósum prýddur nú á aðventunni og verður svo um jólin, en rafmagn verður í garðinum til mánaðarmótanna janúar - febrúar 2022.

Aðstandendur koma sjálfir með leiðisljós og kveikja á þeim.

Gjald fyrir hvert ljós er 2500 kr.

Kennitala Þorlákskirkju er 621182-0219 og reikningsnúmerið 0150 26 5490.

Minningarstund á aðventu

Minningarstund á aðventu verður í Þorlákskirkju miðvikudaginn 15. desember kl. 20:00

Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur leiðir stundina og flytur hugvekju

Félagar úr Kór Þorlákskirkju syngja við undirleik Esterar Ólafsdóttur, organista

Kveikt verður á kertum

Minnum á sóttvarnir

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudagurinn 12. desember

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 12. desember kl. 11:00

Börn úr sunnudagaskólanum syngja - Biblíufræðsla og leikrit - Kór Þorlákskirkju syngur jólalög

Verum öll velkomin 

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Fyrsti sunnudagur í aðventu - 28. nóvember

Sunnudagurinn 28. nóvember
Helgihald 1. sunnudags í aðventu
Guðsþjónusta kl. 11:00
Sunnudagaskóli kl. 13:00
 
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Afmælisguðsþjónustu frestað

Í ljósi nýrra samkomutakmarkanna er afmælisguðsþjónustunni sem vera átti sunnudaginn 14. nóvember frestað um óákveðinn tíma 

logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service