Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Previous Next

Helgihald um bænadaga og páska

Vegna samkomutakmarkanna fellur helgihald í Þorlákshafnarprestakalli niður næstu tvær vikur utan ferminga á skírdag.
Í sjónvarpi og útvarpi verður hægt að fylgjast með helgihaldi Þjóðkirkjunnar um bænadaga og páska.
Á skírdag, 1. apríl, verður útvarpað guðsþjónustu frá Áskirkju kl. 11.00.
Á föstudaginn langa, 2. apríl verður útvarpað guðsþjónustu frá Laugarneskirkju kl. 11.00.
Einnig verður á föstudaginn langa kl. 17:00 sjónvarpað á aðalrás RÚV helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Á páskadag, 4. apríl verður guðsþjónustunni í Dómkirkjunni útvarpað kl. 11.00 á rás 1 og sjónvarpað á RÚV2 á sama tíma.
Sjá nánar á vefsíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is
Gleðilega páska

Helgihald sunnudaginn 14. mars 2021

Sunnudagurinn 14. mars 2021
 
Guðsþjónusta kl. 11:00.
Sigríður Munda þjónar og félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng undir stjórn organistans Esterar Ólafsdóttur
 
Sunnudagaskóli kl. 13:00.
Biblíufræðsla og mikill söngur. Umsjón hafa Harpa og Sigríður Munda
 
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur
 

Samvera fermingarbarna

Síðastliðinn föstudag hittust fermingarbörnin úr Þorlákshafnar- og Hveragerðisprestaköllum í Hveragerðiskirkju á fræðslu- og skemmtistund. Fyrirlesarar voru Beggi Ólafs og Erna Kristín í Ernulandi. Krakkarnir voru áhugasamir og fóru ánægðir heim eftir að hafa fengið pizzu í lok samverunnar. Þetta var gott og gefandi samstarfsverkefni prestakallanna

Helgihald sunnudaginn 28. febrúar 2021

Helgihald sunnudaginn 28. febrúar 

Guðsþjónusta kl. 11:00

Sigríður Munda þjónar og félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.

 

Sunnudagaskóli kl. 13:00

Biblíufræðsla og mikill söngur. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón hafa Harpa Vignisdóttir og Sigríður Munda.

 

Verum öll velkomin til kirkju

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Sunnudagaskólinn hefst að nýju

Sunnudagaskóli verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

Umsjón hafa Sigríður Munda og Harpa Vignisdóttir.

Biblíufræðsla og mikill söngur.

Góð stund fyrir alla fjölskylduna.

Verum öll velkomin

 

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Helgihald hefst á ný

Nú má helgihald hefjast í kirkjum landsins og guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju á sunnudaginn, 14. febrúar kl. 11:00.
Guðsþjónustan er öllum opin en fermingarbörnin og foreldrar eru hvött til að mæta. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Við minnum á reglur um sóttvarnir og spritt verður aðgengilegt í forkirkju.
Verum velkomin til kirkju og njótum samfélagsins við Guð og hvert við annað.
Sóknarnefnd og sóknarprestur
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service