Síðastliðinn föstudag hittust fermingarbörnin úr Þorlákshafnar- og Hveragerðisprestaköllum í Hveragerðiskirkju á fræðslu- og skemmtistund. Fyrirlesarar voru Beggi Ólafs og Erna Kristín í Ernulandi. Krakkarnir voru áhugasamir og fóru ánægðir heim eftir að hafa fengið pizzu í lok samverunnar. Þetta var gott og gefandi samstarfsverkefni prestakallanna
Helgihald sunnudaginn 28. febrúar
Guðsþjónusta kl. 11:00
Sigríður Munda þjónar og félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Sunnudagaskóli kl. 13:00
Biblíufræðsla og mikill söngur. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón hafa Harpa Vignisdóttir og Sigríður Munda.
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur