Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Guðsþjónusta í Þorlákskirkju

Þorlákskirkja - sunnudagurinn 12. sept 2021

Guðsþjónusta kl. 11:00

Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur prédikar og setur sr. Sigríði Mundu Jónsdóttur inn í embætti. Kór Þorlákskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista

 

Verum öll velkomin til kirkju

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Guðsþjónusta í Strandarkirkju

Guðsþjónusta verður í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 27. júní 2021 kl. 14:00.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar og félagar úr Kór Þorlákskirkju leiða safnaðarsöng við undirleik Esterar Ólafsdóttur organista.

Verum öll velkomin.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Minningareitur um drukknaða og horfna ástvini

Á sjómannadaginn lagði fermingarbarn blómsveig að minnisvarðanum um drukknaða og horfna ástvini.
Minnismerkið er eftir Bjarna Jónsson, listamann og var afhjúpað á sjómannadaginn 11. júní 2006.
 
Minn ljúfi Jesú, lof sé þér
fyrir líkn og huggun þína,
þú, lífs og dauða er lykla ber,
æ, lít á nauðsyn mína.
Mig burtför æ lát búast við,
mér blessun gef og sálarfrið,
er lífsins dagar dvína.
Sálmabók 1903, sálmur nr. 444 - Höf. ókunnur

Forsetahjónin í Hjallakirkju

Forsetahjónin skoðuðu Hjallakirkju í opinberri heimsókn í Ölfusið nú í vikunni.

Sigurður Ósmann Jónsson, ritari sóknarnefndar bauð forsetahjónin velkomin og sagði frá sögu kirkjunnar. Heimsóknin var hin ánægjulegasta.

Á myndinni eru auk forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid, Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur, Sigurður Ósmann Jónsson og Sigurður Hermannsson, kirkjuvörður

Aðalsafnaðarfundur Þorláks- og Hjallasóknar

Aðalsafnaðarfundur Þorláks-og Hjallasóknar á árinu 2021 verður haldinn í Þorlákskirkju miðvikudaginn 16 júní n.k. og hefst hann kl. 20:00

Dagskrá aðalsafnaðarfundar:

1. Setning fundarins

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla sóknarnefndarformanns um liðið starfsár

4. Lagðir fram til afgreiðslu ársreikningar sóknar og kirkjugarða fyrir sl. ár ásamt fjárhagsáætlun þessa árs.

5. Greint frá starfssemi héraðsnefndar og héraðsfundi

6. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar

7. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðenda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn

8. Kosning sóknarnefndar

9. Önnur mál.

 

 

Sóknarnefnd Þorláks- og Hjallasóknar

Sjómannadagurinn: Guðsþjónusta - ferming

Sjómannadagurinn 6. júní 2021
Guðsþjónusta kl. 11:00 - Ferming
Kór Þorlákskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur
Blómsveigur verður lagður að minnisvarðanum um drukknaða sjómenn
Sóknarnefnd og sóknarprestur
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service