Sunnudagaskóli verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 28. febrúar kl. 13:00.
Umsjón hafa Sigríður Munda og Harpa Vignisdóttir.
Biblíufræðsla og mikill söngur.
Góð stund fyrir alla fjölskylduna.
Verum öll velkomin
Sóknarnefnd og sóknarprestur
Þorlákshafnarkirkjugarður er ljósum prýddur nú á aðventunni og verður svo um jólin, en rafmagn verður í garðinum til mánaðarmótanna janúar - febrúar 2021.
Aðstandendur koma sjálfir með leiðisljós og kveikja á þeim.
Gjald fyrir hvert ljós er 1500 kr.
Kennitala Þorlákskirkju er 621182-0219 og reikningsnúmerið 0150 26 5490.
Að vori munu 23 börn fermast í Þorlákshafnarprestakalli.
Fermingarfræðslan hófst með tveggja daga námskeiði í ágúst sem tókst vel og voru börnin ánægð.
Blandað var saman leik og fræðslu og Matthildur Bjarnadóttir, guðfræðingur annaðist stýrði námskeiðinu ásamt sóknarpresti.
Covid hefur sett mark sitt á fræðslu haustsins líkt og á allt annað starf Þorlákskirkju.
Fermingardagar 2021 verða í Þorlákskirkju: Pálmasunnudagur 28. mars, skírdagur 1. apríl, hvítasunnudagur 23. maí og sjómannadagurinn 6. júní; og í Strandarkirkju: Sumardagurinn fyrsti 22. apríl.