Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Guðsþjónusta sunnudaginn 27. febrúar 2022

Guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 27. febrúar kl. 11:00.

Kór Þorlákskirkju leiðir safnaðarsöng við undleik Esterar Ólafsdóttur, organista.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar

Verum öll velkomin

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Guðsþjónusta í Þorlákskirkju

Fyrsta guðsþjónusta ársins í Þorlákskirkju verður sunnudaginn 13. febrúar kl. 11:00.

Kór Þorlákskirkju leiðir safnaðarsöng við undleik Esterar Ólafsdóttur, organista.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar

Verum öll velkomin

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Helgihald fellur niður sunnudaginn 9. janúar

Kæri söfnuður
Vegna aðstæðna í samfélaginu verður hvorki messa né sunnudagaskóli í Þorlákskirkju næsta sunnudag, 9. janúar.
Hlúum vel hvert að öðru og styðjum þau sem finna fyrir ótta.
Sóknarnefnd og sóknarprestur

Nýárskveðja

Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín! (Harmljóðin 3:22-23).

Við þökkum samfylgd á liðnu ári og væntum góðs af samfylgd með sóknarbörnum Þorláks- og Hjallasóknar og Strandarsóknar á árinu 2022.

Guð blessi ykkur og leiði sérhverja stund.

Sóknarnefndir, sóknarprestur og starfsfólk

Helgihaldi jóla 2021 aflýst

Í ljósi nýrra reglna um samkomutakmarkanir er helgihaldi jólahátíðar í Þorlákshafnarprestakalli aflýst.

Það er mikilvægt að við pössum vel hvert annað og hjálpum þeim sem finna fyrir ótta.

Sóknarnefndir og sóknarprestur 

Sigurður Hermannsson látinn

Sigurður Hermannsson, kirkjuvörður Hjallakirkju í Ölfusi er látinn.

 Sigurður fæddist í Gerðakoti í Ölfusi 13. júní 1943. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Sigurðardóttir og Hermann Eyjólfsson og var hann yngstur sjö barna þeirra. Sigurður ólst upp í Gerðakoti og unni sveit sinni og átthögum, reyndar svo mjög að lögheimili átti hann þar í sjötíu ár. Til ársins 2013 var Sigurður bóndi í Gerðakoti en síðustu árin bjó hann á Selfossi. Sigurður lést á Landspítalanum þann 17. nóvember eftir stutta sjúkralegu.

Hjallakirkja í Ölfusi var Sigurði mjög kær. Af bæjarhlaðinu horfði hann á kirkjuna og umhyggjan og virðingin fyrir henni greiptist í sál hans strax á barnsaldri. Sigurður var kirkjuvörður og meðhjálpari í kirkjunni og safnaðarfulltrúi í sóknarnefnd Hjallasóknar um langt árabil. Öll störf sín fyrir kirkjuna innti hann af höndum af kærleika og með gleði. Sóknarnefnd Þorláks- og Hjallasóknar þakkar fórnfús og óeigingjörn störf Sigurðar í þágu Hjallakirkju.

Guð blessi minningu Sigurðar Hermannssonar.

logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service